GBS
Golfklúbbur Borgarstarfsmanna, er fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar og maka þeirra.


Vinavellir
Veldu ár til að skoða
Mótaskrá
Nánar auglýst síðar
Lýsing á móti
Spilaður verður „betri bolti“ sem er þannig: Tveir leikmenn leika saman eða svokallaður „fjórleikur“. Hvor leikmaður leikur þannig sínum bolta alla leið ef þess þarf og fjöldi punkta þess sem fær fleiri punkta á hverri holu gildir.
Teigaval er frjálst og allir félagar í GBS geta tekið þátt óháð forgjöf, en hámarksleikforgjafir miðast við 36 í grunnforgjöf.
Fyrsti rástími er kl. xxxxxxxxxxx og verða 10 rástímar í boði. Seinni hringurinn verður ræstur út kl. xxxxxxx
Mótsgjald er xxxxx 3500 kr. á mann sem greiðist á staðnum áður en haldið er af stað út á völl. Innifalið í verði er: Golf, súpa, brauð og kaffi.
Verðlaunaafhending strax að móti loknu fyrir fyrstu 5 sætin auk nándarverðlauna á par 3 brautum.
Skráning fer fram í gegnum golfboxi og verður lokað fyrir skráningu miðvikudaginn 3. september kl. 23.59. Athugið að aðeins annar leikmaðurinn skráir sig í Golfboxinu og er svo ábyrgur fyrir því að vera með meðspilara með sér á mótinu.
Lýsing á móti
Nánar auglýst síðar
Lýsing á móti
Punktamót GBS verður á haldið á Selsvelli á Flúðum laugardaginn 21. júní n.k. Ræst er frá klukkan 10:00 til 11:50. Einungis 48 spilarar geta tekið þátt.
Spilaðar verða 18 holur með punktafyrirkomulagi.
Allir félagsmenn GBS geta tekið þátt, óháð forgjöf, en grunnforgjöf umfram 36 nýtist ekki í mótinu.
Athugið að teigaval er frjálst í mótinu en þeir sem keppa um besta skor án forgjafar verða að leika af teigum 52 (karlar) og 45 (konur).
Mótsgjald er 6000 kr. á mann sem greiðist á staðnum áður en haldið er af stað út á völl.
Verðlaun eru fyrir fyrstu 3 sætin í karla og kvennaflokki í punktakeppninni og fyrir besta skor án forgjafar karla og kvenna. Auk þess verða allt að 8 útdráttarverðlaun.
Skráning fer fram í gegnum golfboxið og verður lokað fyrir skráningu fimmtudaginn 19. júní kl. 12.00. Mótið er einungis fyrir meðlimi GBS.
Mótanefnd GBS
Lýsing á móti
Holukeppni GBS 2025
Reglur um teiga, forgjöf ofl.
Leika skal 18 holu hring. Keppendur koma sér saman um á hvaða velli er spilað. Komi leikmenn sér ekki saman um golfvöll skal spilað á Gufudalsvelli í Hveragerði. Ef allt er jafnt eftir 18 holur skal leika bráðabana frá og með 1. braut, þ.e. sá sem fyrr vinnur holu hefur unnið leikinn. Leikmaður ræður af hvaða teig hann leikur og tekur leikforgjöf (vallarforgjöf) hans mið af því. Notuð verður grunnforgjöf eins og hún er á golf.is þegar leikur fer fram við útreikning leikforgjafar, þó með hámarksleikforgjöf. Hámarksleikforgjöf verður 28 fyrir karla og 32 fyrir konur.
Keppendur verða dregnir saman og sá sem er dreginn fyrst skal hafa samband við andstæðing sinn og boða til leiks. Geri hann það ekki, fellur hann úr leik og andstæðingurinn er kominn í næstu umferð. Ef hinsvegar andstæðingurinn getur ekki mætt til leiks eftir 3 tilraunir, tapar hann leiknum. Leikmaðurinn með hærri forgjöf þiggur allan leikforgjafarmismun leikmannanna tveggja.
Dæmi: Leikforgjöf A er 21, en B er með 16. Mismunur er því 5. Leikmaður A fær þá 1 högg í forgjöf á 5 brautum með forgjafarnúmer 1-5.
Dæmi: Ef leikmaður er með 3 holur yfir, þegar 2 eru eftir, hefur hann unnið leikinn og skráð er 3/2. Ef leik lýkur ekki fyrr en á annarri holu í bráðabana er skráð 20. (þ.e. leik lauk eftir 20 holur). Að leik loknum skal senda úrslitin inn á gbsgolf@outlook.com eða tilkynna úrslitin á facebook grúppu GBS félaga.
Skráning fer fram á gbsgolf@outlook.com og líkur 1. júní. Í kjölfarið verður strax tilkynnt hverjir spila saman í fyrstu umferð og póstur sendur út á viðkomandi ásamt því að heildar útdráttur verður settur inn í Facebook hóp klúbbsins.
- umferð skal lokið eigi síðar en 22. júní
2. umferð skal lokið eigi síðar en 6. júlí
3. umferð skal lokið eigi síðar en 10. ágúst
4. umferð skal lokið eigi síðar en 31. ágúst
Úrslitaleik skal vera lokið fyrir miðjan september
Vakni einhverjar spurningar varðandi þetta, er hægt að hafa samband við Hákon eða Lúðvík í stjórn GBS; hakon.sigursteinsson@reykjavik.is / gsm 664 7752 eða ludvik.vilhelmsson@reykjavik.is / gsm 693 9343
Vegleg verðlaun verða í boði fyrir topp 4 sætin. Stefnt er að því úrslitahringur verði eitt holl þar sem keppt verður um fyrsta og þriðja sætið.
Mótstjóri.