Spilaðar verða 18 holur með "Texas scramble" fyrirkomulagi ( 2 saman í liði)
Deilt er með 3 í samanlagða leikforgjöf beggja liðsmanna.
Hámarksforgjöf/forgjafarmörk í mótinu er 36 í grunnforgjöf.
Teigaval er frjálst og ræðst leikforgjöf af því.
Hvert lið getur aldrei fengið hærri leikforgjöf heldur en forgjafalægri liðsmaðurinn.
Mótsgjald pr. leikmann er 4.500 kr. og greiðist á staðnum.
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 5 sætin, auk nándarverðlauna á öllum par 3 brautum.
Ef lið eruð jöfn að leik loknum þá ræður skorið á seinni 9 holunum. Ef þær eru jafnar þá eru það síðustu 6 holurnar og svo síðustu 3 og ef enn er jafnt þá er það síðasta holan. Ef enn er jafnt þá er það hlutkesti sem ræður.
Allur réttur áskilinn 2023 GBS.