Nokkrir golfklúbbar, sem GBS hefur gert samning við um notkun félagsmanna GBS á þeirra völlum, fara fram á það núna að fá lista yfir Golfbox-númer / GSÍ-númer félagsmanna GBS, til þess að þeir geti veitt umsaminn afslátt um vinavelli GBS.
Vegna þessa óskum við eftir því við ykkur að þið, hvert um sig, skráið ykkar Golfbox-númer í félagakerfið okkar í Cloud4club.
Þetta er gert svona:
2. Smella á Félagaspjald
3. Smella á Breyta prófíl
4. Skrá Golfbox-númerið í reitinn Félaganúmer (t.d. 5-3453)
5. Smella á Vista
Í leiðinni mætti gjarnan yfirfara Farsímanúmer og Netfang og uppfæra ef þarf og ekki sakar að Vinnustaður sé rétt skráður.
Svo er upplagt að hlaða uppfærðu Félagsskírteini í veskið í símanum og vera þannig með fullgilt Félagsskírteini með Golfbox-númer.
Gangi ykkur vel með þetta og njótum golfsins í sumar.
Fyrir hönd stjórnar GBS
Eggert Ólafsson, gjaldkeri
s. 693 9330